Vegna mikillar úrkomu undanfarna sólarhringa hafa ár á leiðinni inn í Þórsmörk og Bása vaxið talsvert og eru þær einungis taldar færar stórum hópferðabílum og mikið breyttum bifreiðum.
Lögreglan á Suðurlandi óskar því eftir að þeir sem hyggja á ferðir þar inn eftir, hugi sérstaklega að því og fari eftir þeim merkingum sem Vegagerðin setti upp í sumar og sýni sérstaka varðúð þegar kemur að því að aka yfir óbrúaðar ár.