Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa auglýst eftir verkefnastjóra í fullt starf á Kirkjubæjarklaustri fyrir verkefnið „Brothættar byggðir“
„Jú, þetta verður frábær viðbót hjá okkur og við bindum miklar vonir við þetta starf. Helstu viðfangsefni verkefnastjórans verða að fylgja eftir verkefnum sem fram komu á íbúaþingi í október 2013 og eins að fylgja eftir ákvörðunum verkefnastjórnar“, segir Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps.
„Verkefnastjórinn mun verða starfsmaður SASS með aðsetur og vinnuaðstöðu hér hjá á Klaustri. Hann verður þar með í nánum samskiptum við sveitarstjórn sem og að hann getur nýtt sér tengslanet og samstarf við atvinnuráðgjafana hjá SASS. Svo er það Byggðastofnun sem mun leggja til fjármagnið í þetta starf svo þau verða líka mikið á „línunni“ með starfsemina og hvernig starfið muni þróast. Þetta er bara spennandi og gaman að sjá viðbót í flóruna hérna hjá okkur,“ bætir Eygló við.
Umsóknarfrestur um stöðuna rennur út þann 15. janúar.