Alls bárust 120 umsóknir í störf flokkstjóra og garðyrkjufólks hjá Vinnuskóla Árborgar fyrir komandi sumar.
Siggeir Ingólfsson, yfirverkstjóri hjá Árborg, sagði í samtali við sunnlenska.is að aldrei hafi jafn margir sótt um þessar stöður en ráðið verður í 35 störf.
Umsækjendurnir eru flestir í kringum tvítugt en starfstíminn er frá maí til ágúst.
„Það hafa oft verið margir um hituna en aldrei eins og núna. Það verður hausverkur að fara í gegnum umsóknirnar en það ætti að vera búið fyrir páska,“ sagði Siggeir ennfremur.