Mikil hálka í kringum Flúðir

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Nú fer hitastig hratt lækkandi á Suðurlandi. Vegir eru víða blautir eftir úrkomu síðustu daga og því farin að myndast ísing á vegum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er mjög mikil ísing í kringum Flúðir og hafa umferðaróhöpp átt sér stað þar. Að sama skapi er ísing á Suðurlandsvegi að aukast.

Lögreglan hvetur fólk til að fara varlega og miða hraða við aðstæður.

Fyrri greinGóðir sigrar sunnlensku liðanna
Næsta greinSækja slasaðan mann við Geysi