Vegagerðin vekur athygli á því að mjög varasamt getur verið að vera á ferðinni þegar saman fer hvass vindur og svell á vegum. Þannig aðstæður eru nú víða.
Krapasnjór er á Sandskeiði og í Þrengslum en hálka og þoka er á Hellisheiði. Flughált er á Biskupstungnabraut og víðar í uppsveitum.
Hálkublettir eru þjóðveginum frá Selfossi og austur að Vík. Flughálka er á Suðurstrandarvegi.