Mikil umferð í Fljótshlíðinni

Í dag var mikil umferð á Fljótshlíðarvegi og inn að Þórólfsfelli.

Þar er fólk svo nærri gosstöðvunum sem kostur er fyrir aðra en undanþáguhópa frétta- og jarðvísindamanna.

Þarna voru hópar fólks, á öllum aldri ömmur og afar og börnin líka. Sumir voru gangandi um sandana en aðrir akandi.

Göngubrú er yfir Þórólfsá við Fljótsdal svo þeir sem ekki hafa bíla til vatnaferða geta komist áfram gangandi.

Áin er fær stærri bílum og sæmilegum jeppum, en nú eru hlýindin væntanlega farin að hafa áhrif á jökulárnar, því þær fara vaxandi.

Fyrri greinKFR fór létt með Árborg
Næsta greinMilljóner á Selfossi