Á síðasta fundi Byggðaráðs Rangárþings eystra var dregið milli umsækjenda um úthlutun á lóðum í Gunnarsgerði, nýrri götu á Hvolsvelli.
Margir voru um hituna og áhuginn greinilega mikill á lóðum til bygginga. Um var að ræða, par-, rað- og einbýlishúsalóðir og var sótt um allar lóðir nema eina.
Þar sem að fleiri en einn umsækjandi var um flestar lóðirnar var dregið um úthlutun að viðstöddum fulltrúa sýslumannsm Helgu Hrönn Karlsdóttur. Umsækjendur gátu ekki fengið fleiri en eina lóð og voru dregnir út tveir umsækjendur til vara um hverja lóð, þiggi sá sem hlýtur úthlutun ekki lóðina.
Lóðaúthlutunin var þessi:
Gunnarsgerði 1a – 1d úthlutað til: Stjörnumót ehf.
Gunnarsgerði 3a – 3c úthlutað til: Einhyrningur ehf.
Gunnarsgerði 4a – 4c úthlutað til: Jón Páll Sveinsson.
Gunnarsgerði 5a – 5b úthlutað til: Kristín Heimisdóttir.
Gunnarsgerði 6a – 6b úthlutað til: Páll Jóhannsson.
Gunnarsgerði 7a – 7b úthlutað til: Hvítmaga ehf.
Gunnarsgerði 8 úthlutað til: Enginn umsækjandi.
Gunnarsgerði 9 úthlutað til: Unnur Brá Konráðsdóttir.
Gunnarsgerði 10 úthlutað til: Þórir Guðjónsson.