Mikill erill hjá lögreglunni

Fjölmörg mál og verkefni komu inn á borð lögreglunnar á Suðurlandi í nótt og flest tengd vímuefnanotkun.

Nokkuð var um líkamsárásir, ölvunarakstra og eignaspjöll auk fíkniefnatengdra mála. Nokkrir ökumenn voru kærðir vegna hraðaksturs og annarra umferðarlagabrota. Einn gistir fangageymslu á Selfossi.

Fjöldi ferðamanna dvelur nú á tjaldsvæðum og í sumarbústöðum í umdæminu.

Lögregla mun halda úti öflugu eftirlit víðsvegar um umdæmið. Sérstaklega verður fylgst með ástandi ökumanna með tilliti til áfengis- og fíknefnaneyslu enda virðist vímuefnanotkun hafa verið nokkuð almenn í nótt. Lögregla hvetur ökumenn til þess að fara með gát í umferðinni og huga vel að ástandi sínu og annarra áður en sest er undir stýri.

Fyrri greinHanna og Katrín í landsliðshópnum
Næsta greinEyrarbakkavegur lokaður vegna alvarlegs slyss