Núna eru um 60 björgunarsveitarmenn, sex hundar og þyrla Landhelgisgæslunnar við leit að týndum Norðmanni á Fimmvörðuhálsi.
Veður á svæðinu er ágætt, skýjað og skyggni sæmilegt til leitar.
Lögð er áhersla á að leita frá skálanum á Fimmvörðuhálsi og í átt að Þórsmörk.
Maðurinn hafði samband við Neyðarlínuna í nótt og bað um aðstoð en eftir það hefur ekki náðst í hann, líklega vegna þess að sími hans sé rafmagnslaus.