Stöðugur straumur kjósenda hefur verið á sýsluskrifstofuna á Selfossi fyrir forsetakosningarnar á morgun og hafa utankjörfundaratkvæðin sjaldan verið fleiri.
Í morgun höfðu 1.181 kjósendur greitt atkvæði á Selfossi. Inni í þeirri tölu eru greidd atkvæði á sjúkrastofnunum og fangelsum í kringum Selfoss. Þá eru ótalin atkvæði frá öðrum sýsluskrifstofum í umdæmi Sýslumannsins á Suðurlandi og einnig frá sveitarstjórnarskrifstofum, hvar atkvæðagreiðsla fer nú fram í fyrsta inn.
„Mikil kjörsókn skýrist mikið til af sumarleyfum fólks. Bæði koma hingað Reykvíkingar sem eru að fara í sumarbústaði sína hér austan fjalls og heimamenn eru að fara til dæmis á fótboltamót á Sauðárkróki og í Vestmannaeyjum og landsmót hestamanna á Hólum,“ segir Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaður.