Sjö björgunarsveitir frá Landsbjörgu munu taka að sér gæslustörf í Landeyjahöfn um helgina en gert er ráð fyrir mikilli umferð á svæðinu.
Mikill viðbúnaður verður um helgina hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Björgunarsveitir verða með öryggisgæslu um borð í Herjólfi en einnig verður Atlantic 75 björgunarbátur og áhöfn í Bakkafjöru á vöktum fram á mánudagskvöld.
Að auki eru björgunarsveitir víðsvegar um land að störfum í kringum viðburði tengdum þessari miklu ferðahelgi. Hálendisvakt SL er í fullum gangi og hefur verið töluvert að gera hjá þeim sveitum sem eru upp á hálendinu vegna vatnavaxta í ám.