„Mikilvægt framlag til kennslunnar“

„Við erum óskaplega ánægð með þessa höfðinglegu gjöf, hún er okkur mikill styrkur og búbót,“ sagði Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi

Hún tók á dögunum við rausnarlegri gjöf frá Húsasmiðjunni og Hitachi. Um var að ræða rafmagnshandverkfæri að verðmæti 750 þúsund króna sem nýta á við kennslu í verknámshúsinu Hamri.

Olga Lísa sagði þetta mikilvægt framlag, þar sem ekki væri vitað hvort skólanum yrði úthlutað fjármunum til kaupa á svona búnaði.

„En með því að eignast svona verkfæri erum við að láta nemendum í hendur nýtísku búnað, og þannig munu þeir koma styrkari út í samfélagið,“ sagði skólameistari í samtali við Sunnlenska.

Fyrri greinHjördís sýnir undir stiganum
Næsta greinKjartan gaf miða í Sjóðinn góða