Alls voru 75 útköll hjá sjúkraflutningum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í síðustu viku. Þar af voru 50 útköll á hæsta og næst hæsta forgangi.
Vikan gekk vel hjá sjúkraflutningafólki, nokkur útköll voru vegna COVID-19 veikinda en sjúkraflutningar aðstoða einnig sjúkrahúsin eftir bestu getu og huga að fólki í heimahúsum, sem þarf einhver inngrip en ekki innlögn á sjúkrahús.
Í færslu á Facebooksíðu sjúkraflutninga HSU er fólk beðið um að húsnúmer sýnileg til að auðvelda viðbragðsaðilum á leið á vettvang. Á einhverjum stöðum vantar húsnúmer og á öðrum vantar útiljós til að þau sjáist. Fólk er beðið um að hafa þetta í huga svo að aðstoðin berist eins hratt og örugglega og hægt er.