Miklar gróðurskemmdir við Löðmundarvatn

Lögreglunni á Hvolsvelli var tilkynnt um meiriháttar utanvegaakstur um helgina. Um er að ræða svæði við Löðmundarvatn, skammt frá Landmannahelli en landvörður á svæðinu kom að þessu.

Talið er að skemmdarverkin hafi verið unnin á milli 19. og 21. ágúst. Miklar skemmdir eru á grónu landi eins og sést á meðfylgjandi myndum.

Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum en ef einhver hefur upplýsingar um þetta er hann beðinn um að hafa samband við lögregluna á Hvolsvelli í síma 488-4110 eða senda upplýsingar á hvolsvollur@logreglan.is


Ljósmyndir/Lögreglan á Hvolsvelli

Fyrri greinÆgir og Hamar töpuðu
Næsta greinFerðaþjónustan leitar inn í íbúðahverfin