Þrír voru fluttir til skoðunar á sjúkrahúsið á Selfossi síðdegis í dag eftir harðan árekstur jeppa og snjóruðningstækis, efst í Hveradalabrekkunni á Suðurlandsvegi.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi voru meiðsli fólksins ekki talin alvarleg og mildi að ekki hafi farið verr. Jeppabifreiðin er hins vegar mikið skemmd, sem og snjótönnin á ruðningsbílnum.
Lögreglan rannsakar tildrög slyssins en bílarnir komu úr gagnstæðum áttum.
Tveir sjúkrabílar ásamt lækni og lögreglumönnum frá Selfossi fóru á vettvang og var Suðurlandvegi lokað á meðan viðbragðaðilar athöfnuðu sig í kolvitlausu veðri á vettvangi.