Björgun ehf í Mosfellsbæ átti lægsta tilboðið í viðhaldsdýpkun Landeyjahafnar árin 2022 til 2025, sem Vegagerðin bauð út fyrr á árinu.
Tilboð Björgunar hljóðaði upp á rúmlega 1.079 milljónir króna. Jan De Nul nv í Belgíu bauð rúmlega 2,1 milljarða króna í verkið og Rohde Nielsen A/S í Danmörku bauð rúmlega 3,1 milljarð króna.
Tilboð Björgunar er 16,3 prósentum yfir áætluðum verktakakostnaði Vegagerðarinnar, sem var tæpar 928 milljónir króna.
Vegagerðin áætlar að dýpka þurfi um 600.000 – 900.000 rúmmetra á árunum 2022–2025.