„Milljarður rís“ á Selfossi á föstudag

Ljósmynd/Aðsend

Dansbyltingin Milljarður rís fer fram í íþróttahúsinu við Vallaskóla á Selfossi föstudaginn 14. febrúar klukkan 12:15-13:00.

Þetta er í áttunda sinn sem UN Women á Íslandi heldur viðburðurinn hér á landi og fólk á öllum aldri kemur saman og dansar fyrir heimi þar sem allir, óháð kyni og kynhneigð, njóta sömu tækifæra án ótta við ofbeldi.

Það er óhugnanleg staðreynd að 1 af hverjum 3 konum um heim allan verður fyrir kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni, það er um ein milljón kvenna! Við mjökumst þó hægt í rétta átt og það verður ljósara með hverju árinu sem líður að ofbeldi í garð kvenna verður ekki lengur liðið. Í ár beinir UN Women á Íslandi kastljósinu að stafrænu ofbeldi ofbeldi sem er sívaxandi vandamál sem Ísland og önnur lönd hafa verið sein að grípa til aðgerða gegn.

Vissir þú að:

  • Ein af hverjum tíu konum í Evrópusambandinu hefur upplifað kynferðislega áreitni á Netinu
  • Konur á aldrinum 18 – 24 ára eru í sérstökum áhættuhópi gagnvart eltihrellum, kynferðislegri áreitni á Netinu og hljóta í kjölfarið hótanir um líkamlegt ofbeldi
  • Ein af hverjum fimm konum í heiminum býr í landi þar sem mjög ólíklegt er gerandi á Netinu verði sóttur til saka
  • Tækninýjungar og Netið hafa auðveldað mansal og vændi til muna

Á Milljarði rís stígur heimsbyggðin baráttudans gegn ofbeldi með gleði að vopni, dansað verður í yfir 200 borgum víðsvegar um heiminn. Á Íslandi verður dansað á tíu stöðum, meðal annars í íþróttahúsinu við Vallaskóla á Selfossi.

Sameinumst öll og dönsum gegn kynbundu ofbeldi!

Fréttatilkynning

Fyrri greinNíu HSK met á MÍ öldunga
Næsta greinSex sóttu um prestsstarf á Selfossi