Milljarður rís – Dansveisla í Iðu

Hin árlega dansbylting gegn kynbundnu ofbeldi „Milljarður rís“ fer fram í Íþróttahúsinu Iðu á Selfossi í dag, 14. febrúar kl. 12:15 til 13:00.

Milljarður rís er viðburður sem haldinn er víða um heim þar sem rúmur milljarður fólks dansar fyrir heimi þar sem allir fá að njóta sömu tækifæra án ótta við ofbeldi.

Það er ömurleg staðreynd að konur um allan heim þurfa að þola óþolandi ofbeldi. Við mjökumst þó hægt og rólega í rétta átt og það verður ljósara með hverjum deginum að ofbeldi í garð kvenna verður ekki lengur liðið.

Ekki missa af stærstu dansveislu heims – mætum og gefum ofbeldi fingurinn enn einu sinni!

Fyrri greinBjarkey sigraði í ritlistarsamkeppni
Næsta greinUmhverfis Suðurland: Úrgangsmál í brennidepli