Milljónamæringurinn úr Skálanum ófundinn

Ef þú átt einhversstaðar Lottómiða sem þú ert ekki búinn að skoða – þá er tími til þess að gera það núna, því Íslensk getspá auglýsir eftir vinningshafa frá 7. desember síðastliðnum.

Þann dag var einn með fyrsta vinning upp á tæpar 10 milljónir króna. Miðinn var keyptur í Skálanum í Þorlákshöfn en vinningshafinn er enn ófundinn, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Íslenskri getspá.

Vinningstölurnar voru 5, 6, 7, 8, og 32.

Allir sem keyptu sér lottómiða í Skálanum í byrjun desember eru beðnir um að skoða miðana sína vel og vandlega því þar gætu leynst vinningstölurnar góðu sem færa viðkomandi tæpar 10 skattfrjálsar milljónir í vasann.

Fyrri greinVæri til að gefa ömmu og afa eitt knús í viðbót
Næsta greinFlóðið í Hvítá eykst