Milljónatjón í innbroti

Brotist var inn í verslunina Kiano við Austurmörk í Hveragerði í nótt og þaðan stolið miklu af lopapeysum og útivistarfatnaði.

Þjófarnir brutu upp útidyrahurð verslunarinnar, sem snýr út að götu, og létu greipar sópa. Þeir einblíndu á ullarvöruna og fatnaðinn en létu fartölvu og önnur verðmæti vera.

Friðrik Sigurðsson, eigandi verslunarinnar, segir á mbl.is að um milljónatjón sé að ræða. Friðrik hefur eftir lögreglu að hugsanlega hafi fötunum verið stolið með það fyrir augum að senda þau úr landi og koma þeim þannig í verð en einnig sé hugsanlegt að þjófarnir reyni að selja fötin hér á landi.

Fyrri greinLögreglan braut á mannréttindum konu
Næsta greinFjölmenni við skólavígslu