Matarsóun við Grunnskólann í Þorlákshöfn hefur minnkað um 57 prósent frá því í mars á síðasta skólaári en þá var ákveðið að nemendurnir fengju að skammta sér matinn sjálf.
„Við erum í skýjunum yfir árangrinum sem ég þakka fyrst og fremst nemendunum sjálfum, þau hafa staðið sig frábærlega, skammta sér sjálf á diskana og eru ekki að henda eins mikið af mat og þau gerðu áður. Þá er nýji matreiðslumaðurinn okkar, Rafn Ingólfsson að standa sig vel,“ segir Guðrún Jóhannsdóttir, skólastjóri.