Nokkuð færri hafa það sem af er júlí farið um Hellisheiði en á sama tímabili í fyrra. Munurinn á milli ára er 7,3%.
Talsvert minni umferð var um Hellisheiði fyrstu tvær vikurnar í júlí borin saman við sömu vikur í júlí árið 2012, eða sem nemur 7,3%.
Virðist samdrátturinn aðallega vera vegna minni umferðar um helgar og á föstudögum. Mun minni samdráttur er á öðrum vikudögum. Umferðin hefur að meðaltali dregist saman um tæp 13% um helgar, að meðtöldum föstudögum, en 1,5% á öðrum dögum.
Það sem af er sumri eða frá 1. júní er samdrátturinn hins vegar um 1,3%.