Alls var 91 kaupsamningi um fasteignir þinglýst á Suðurlandi í desember 2019. Heildarveltan á svæðinu var tæpir 3,2 milljarðar króna.
Samningarnir skiptast þannig að 21 samningur var um eign í fjölbýli, 46 samningar um eignir í sérbýli og 24 samningar um annars konar eignir.
Heildarveltan var 3.178 milljónir króna og meðalupphæð á samning 34,9 milljónir króna. Athugið að ekki er hægt að túlka meðalupphæð kaupsamnings sem meðalverð eigna og þar með sem vísbendingu um verðþróun. Þetta er lægri velta og á sama tíma í fyrra, svo munar 137 milljónum króna.
Af þessum 91 samningi voru 49 samningar um eignir á Selfossi, í Þorlákshöfn og Hveragerði. Heildarveltan á Árborgarsvæðinu var tæplega 1,8 milljarðar króna og meðalupphæð á samning 35,9 milljónir króna. Veltan í Árborg er talsvert minni en á sama tíma í fyrra en þá var hún tæpir 2,1 milljarður króna.
Þetta kemur fram í upplýsingum Þjóðskrár Íslands um fasteignamarkaðinn utan höfuðborgarsvæðisins.