Tveir hlutu minniháttar meiðsli þegar rúta með 47 farþegum innanborðs valt á hliðina fyrir ofan Hakið á Þingvöllum í dag.
Þeir slösuðu voru fluttir á sjúkrahús til Reykjavíkur til frekari skoðunar. Í rútunni voru erlendir ferðamenn auk leiðsögumanna, allir voru í bílbelti. Fólkið var flutt í þjónustumiðstöðina á Þingvöllum og rútufyrirtækið sendi aðra rútu á staðinn ásamt áfallateymi.
Fljúgandi hálka og rok var á vettvangi og virðist sem bílstjórinn hafi misst stjórn á rútunni þegar vindhviða kastaði henni til.
Allt tiltækt lið viðbragðsaðila frá Selfossi og Laugarvatni var kallað út sem og liðsauki frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
UPPFÆRT 16:14