Minnst kosningaþátttaka var í Suðurkjördæmi í stjórnlagaþingskosningunum á laugardag.
Þátttakan var 29,2% í Suðurkjördæmi en mest var hún í Reykjavík-suður 41,15%. Kosningaþátttaka á landinu öllu var 35,97%, að því er kemur fram í tilkynningu frá landskjörstjórn.
Talning atkvæða hófst á sunnudagsmorgun en stefnt er að því að kynna úrslit kosninganna á mánudagskvöld.