Björgunarsveitir frá Flúðum og Grímsnes- og Grafningshreppi eru nú á leið á Langjökul til aðstoðar jeppamönnum sem misstu framhjól bíls síns í sprungu.
Mennirnir eru einbíla og óku í sprungubelti með fyrrgreindum afleiðingum. Á jöklinum er nýskafinn snjór og erfitt að átta sig á aðstæðum.
Búist er við að björgunarsveitir komi að bílnum um klukkan 18:00. Veður er þokkalegt á jökli, ágætt skyggni en kalt.