Það er snjóþekja og skafrenningur á Hellisheiði en hálka í Þrengslum. Á Suðurlandi er alls staðar vetrarfærð, í það minnsta hálka eða snjóþekja.
Ökumaður sem var að koma austur fyrir fjall frá Reykjavík um miðjan dag í dag sagði í samtali við sunnlenska.is að hált væri á Hellisheiði og mjög blint á heiðinni og í Kömbunum. Undir Ingólfsfjalli er einnig mjög blint, 14 m/sek og allt að 21 m/sek í hviðum.
UPPFÆRT KL. 17:27:
Blint í snjófjúki austur fyrir Fjall og á Suðurlandi. Tekur að lægja undir Eyjafjöllum og í Mýrdal upp úr kl. 18 og um leið gerir væga þíðu. Í Öræfasveit lagast hins vegar ekki fyrr en í kvöld, líklega ekki fyrr en eftir kl. 21.
Lokanir
Hringvegurinn er lokaður frá Markarfljóti að Breiðamerkurlóni. Lokunarstaðir eru einnig við Lómagnúp og Freysnes.
Útlit er fyrir að sama veður verði áfram á laugardag og þjónusta á vegum verði í lágmarki og einungis á láglendi.
Færð og aðstæður
Það er snjóþekja og skafrenningur á Hellisheiði en hálka í Þrengslum. Á Suðurlandi er alls staðar vetrarfærð, í það minnsta hálka eða snjóþekja. Þæfingsfærð er á nokkrum sveitavegum. Þungfært er á Krýsuvíkurvegi.
FRÉTTIN VERÐUR UPPFÆRÐ