Mjög góðar horfur í kornræktinni

Að sögn Sigurðar Ágústssonar, bónda í Birtingaholti í Hrunamannahreppi, lítur mjög vel út með kornrækt á Suðurlandi í sumar.

„Við gerum ráð fyrir að byrja að skera þegar vika er af september en það er á svipuðum tíma og vanalega,“ sagði Sigurður í samtali við Sunnlenska.

Hann sagði að einstaka akur væri nú þegar tilbúinn en menn reyndu að nýta sprettutíðina eins lengi og unnt er. „Uppskeran verð­ur betri en í fyrra enda gott sum­ar, hlýtt og sólríkt,“ sagði Sigurður.

Fyrri greinHelmingur sýnanna menguð
Næsta greinMikil vatnsréttindi fylgja