Mjög harður árekstur á Landvegi

Tveir voru fluttir á sjúkrahús í Reykjavík eftir mjög harðan árekstur tveggja fólksbíla á Landvegi, rétt norðan við Vegamót laust eftir klukkan tvö í dag.

Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar tildrög slyssins en bílarnir rákust saman í kjölfar aflíðandi beygju á veginum. Ökumennirnir voru báðir fluttir með sjúkrabíl til Reykjavíkur en ekki er ljóst hversu alvarleg meiðsli þeirra eru.

Tækjabíll slökkviliðs BÁ á Selfossi var kallaður út þar sem óttast var að annar ökumaðurinn væri fastur í bílflakinu. Ekki þurfti þó að beita klippum til að ná honum út.

Sjúkrabílar voru kallaðir á vettvang frá Selfossi og Hvolsvelli. Auk þess voru sjúkraflutningamenn á frívakt kallaðir út vegna þess að á sama tíma var forgangsboðun í bílveltu á Hellisheiði.

Fyrri greinTvær bílveltur á Hellisheiði
Næsta greinHamar lá heima