Mjög lítið vatn er í Kálfá í Gnúpverjahreppi um þessar mundir. Ingvar Björnsson, stöðvarstjóri í Búrfelli, segir að langt sé um liðið síðan svo lítið vatn hefur verið í ánni.
Invar segist ekki kunna aðrar skýringar á því en að grunnvatnsstaðan væri mjög lág.
Oddur Bjarnason, sem er í stjórn veiðifélags Kálfár, segir að vatnsstaðan hafi verið lág undanfarin þurrkasumur en sáralítið væri í ánni núna.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu