Kosningaþátttaka í Grímsnes- og Grafningshreppi var mjög mikil en 90,4% mættu á kjörstað.
Á kjörskrá eru 301 en 272 mættu á kjörstað. Þetta er töluvert meiri þátttaka en fyrir fjórum árum þegar tæp 85% kusu.
Tveir listar voru í boði í hreppnum, C-listi lýðræðissinna og K-listi óháðra kjósenda.
Guðrún Bergmann, formaður kjörstjórnar, á von á að úrslit liggi fyrir í kringum miðnætti.