Mjólkurbílar frá MS fóru á sérstakri undanþágu yfir gömlu Markarfljótsbrúna á tíunda tímanum í morgun og eru að ná í mjólk á bæjunum undir Eyjafjöllum.
Mjólkin verður selflutt yfir brúna seinna í dag, þannig að ekki er útlit fyrir að bændur þurfi að hella niður mjólk. Rétt er að ítreka að brúin er lokuð fyrir almennri umferð.