Mjólkurbílarnir farnir austur

Mjólkurbílar frá MS fóru á sérstakri undanþágu yfir gömlu Markarfljótsbrúna á tíunda tímanum í morgun og eru að ná í mjólk á bæjunum undir Eyjafjöllum.

Mjólkin verður selflutt yfir brúna seinna í dag, þannig að ekki er útlit fyrir að bændur þurfi að hella niður mjólk. Rétt er að ítreka að brúin er lokuð fyrir almennri umferð.

Fyrri greinÖskufallsspá undir Eyjafjöllum
Næsta greinEngin kennsla í grunnskólanum