Vörubifreiðastjórafélagið Mjölnir á Selfossi átti lægra tilboðið í breikkun og klæðningu Grafningsvegar efri í Grímsnes- og Grafningshreppi, sem vinna á að í sumar.
Tilboð Mjölnis hljóðaði upp á 92,8 milljónir króna og var 1,4 prósentum yfir áætluðum verktakakostnaði Vegagerðarinnar, sem er 91,5 milljónir króna.
Eitt annað tilboð barst í verkið, frá Þrótti á Akranesi, 110,8 milljónir króna.
Um er að ræða uppbyggingu, breikkun og klæðingu Grafningsvegar efri frá norðurenda brúar við Írafossvirkjun að vegamótum Grafningsvegar neðri.
Heildarlengd útboðskaflans er 1,33 kílómetrar og á verkinu að vera lokið þann 1. ágúst næstkomandi.