Naumur meirihluti Ölfusinga er andvígur viðræðum við önnur sveitarfélög um sameiningu. 43,1 prósent kjörsókn var í rafrænu íbúakosningunni í Ölfusinu.
Af þeim sem greiddu atkvæði voru 304 hlynntir viðræðum við önnur sveitarfélög en 308 andvígir.
Af þeim sem hlynntir voru sameiningarviðræðum vildu flestir, 286, að rætt yrði við Hvergerðinga, 214 völdu Grindavík, 81 Árborg og 96 annað sveitarfélag.
Íbúar Ölfuss voru einnig spurðir að því hvaða tímasetning væri heppilegust fyrir bæjarhátíðina Hafnardaga. Flestir kusu að hátíðin yrði í ágúst, eftir verslunarmannahelgi.
Af þeim sem greiddu atkvæði völdu 149 sjómannadagshelgina, 48 júní eftir sjómannadag, 61 júlí, 6 verslunarmannahelgi, 309 ágúst eftir verslunarmannahelgi og 11 tímabilið frá september til maí.