Lið Menntaskólans að Laugarvatni er komið áfram í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, eftir sigur á Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ í Ríkisútvarpinu í kvöld.
Lokatölur voru 10-5 en að loknum hraðaspurningum var staðan 8-5 Laugvetningum í vil. Mosfellingar létu gott heita og náðu ekki í fleiri stig en ML bætti við sig tveimur stigum í hraðaspurningunum.
Lið ML skipa þau Bjarni Sævarsson frá Arnarholti, Þjóðbjörg Eiríksdóttir frá Gýgjarhólskoti og Hrafnkell Sigurðsson frá Selfossi.
Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands átti að keppa síðastliðinn mánudag við Fjölbrautaskóla Snæfellinga en viðureigninni var frestað vegna ófærðar. Hún fer fram þann 17. janúar.