ML lýkur önninni í fjarnámi

Ljósmynd/ml.is

Ákveðið hefur verið að ljúka haustönninni í Menntaskólanum að Laugarvatni í fjarnámi.

Einhverjir nemendur verða boðaðir í hús á námsmatstímanum en allt kapp verður lagt á að skipuleggja vorönnina vel og vonir standa til þess að þá verði hægt að bjóða upp á aukið staðnám.

Núverandi auglýsing um sóttvarnir gildir til 17. nóvember og þá verðu mögulega slakað á reglum, en þrátt fyrir það þykir það helst þjóna hagsmunum nemenda að boða þá ekki í hús þegar svo stutt er eftir af önninni.

Í tilkynningu á heimasíðu ML segir að þessi ákvörðun sé einnig tekin til þess að minnka óvissu nemenda svo að þeir eigi betra með að einbeita sér að náminu á lokasprettinum fyrir jól.

Fyrri greinHornsteinn hyggur á uppbyggingu í Ölfusi
Næsta grein„Mín andlega næring felst í því að búa til eitthvað fallegt“