ML úr leik í Gettu betur

Kristján Bjarni, Þorbjörg og Hjörný í hljóðstofu Ríkisútvarpsins. Ljósmynd/Aðsend

Lið Menntaskólans að Laugarvatni er úr leik í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, eftir tap gegn Tækniskólanum í kvöld.

Liðin mættust á Rás2 í jafnri keppni framan af, en eftir hraðaspurningarnar var staðan 16-12, Tækniskólanum í vil. Tækniskólinn reyndist svo sterkari í bjölluspurningunum og vann að lokum öruggan sigur, 28-14.

Lið Menntaskólans að Laugarvatni skipa þau Kristján Bjarni Indriðason, Þorbjörg Guðrún Kristófersdóttir og Hjörný Karlsdóttir.

Hvorugur sunnlensku framhaldsskólanna komst því í sjónvarpskeppnina þetta árið, en FSu féll úr leik í gær eftir tap gegn MH.

Fyrri greinBarbára Sól lánuð til Celtic
Næsta greinHátíðarfundur í fjarfundi í dag