Lið Menntaskólans að Laugarvatni er úr leik í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, eftir 37-10 tap í 16-liða úrslitum gegn Menntaskólanum í Reykjavík í Ríkisútvarpinu í kvöld.
Þarna mættust Davíð og Golíat og í þetta skiptið hafði Golíat betur en firnasterkt lið Menntaskólans í Reykjavík komst alla leið í úrslitaþáttinn í fyrra. Staðan eftir hraðaspurningarnar var 21-6 og eftirleikurinn nokkuð auðveldur fyrir MR.
Lið ML skipa þau Hjördís Katla Jónasdóttir, Ragnar Dagur Hjaltason og Guðjón Árnason.