Meðlimir Mormónakirkjunnar á Íslandi hafa undanfarnar vikur boðið Sveitarfélaginu Árborg aðstoð sína með vinnuframlagi sjálfboðaliða.
Markmið starfsins er að láta gott að sér leiða til samfélagsins og á heimasíðu sinni þakkar Sveitarfélagið Árborg fyrir framlagið.
Í síðustu viku vann vaskur hópur sjálfboðaliða að njólahreinsun við Langholt og Brávelli.