Mótmæla niðurskurði til refa- og minkaveiða

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar lýsir yfir óánægju sinni vegna mikils niðurskurðar á framlögum ríkisins til refa- og minkaveiða síðasta ár og á þessu ári.

Refi og minkum hefur fjölgað mikið í náttúru Íslands og niðurskurður fjárframlaganna er engan veginn í takt við þennan vanda. Þessi niðurskurður lendir harðast á fámennum dreifbýlissveitarfélögum, sem mun draga úr getu þeirra til að standa að verkefninu.

Með ályktun sinni bætist sveitarstjórn Bláskógabyggðar í hóp stóran hóp sveitarfélaga sem gagnrýnt hafa harðlega niðurskurð ríkisins vegna þessa.

Fyrri greinFelldi ljósastaur og ók á brott
Næsta greinGöngumanni bjargað á Ölkelduhálsi