Í dag fór stjórn fjallskiladeildar Holtamannaafréttar, ásamt oddvita og sveitarstjóra Ásahrepps, í fylgd fulltrúa Landsvirkjunar um afréttinn og mátu mótvægisaðgerðir sem gerðar hafa verið vegna Sporðöldulóns.
Í frétt á heimasíðu Ásahrepps kemur fram að meðal mótvægisaðgerða eru gerð nýrra slóða og umfangsmikil landgræðsla. Farið var yfir hvað mætti betur fara og ákveðið hvað verði lagfært og betrumbætt.
Mikla athygli vakti sá árangur sem nú þegar hefur náðst í uppgræðslu lands á afréttinum. Áburður er borinn á valin svæði og eru stór landsvæði sem áður voru svartir sandar orðinir að grónu landi. Má ætla að þegar 40 ára áætlun um uppgræðlsu líkur verði búið að græða upp mikil feikna af landi sem áður voru melar og sandar, engum til gagns.
Nú blasir við að mikil og varanleg uppgræðsla mun eiga sér stað á Holtamannaafrétti sem bætri verulega beitarskilyrði á honum.