Héraðsskjalasafn Árnesinga hefur tekið þátt í Safnahelgi á Suðurlandi í dag og kynnt starf sitt en gestir hafa aðstoðað við að greina fólk á gömlum myndum.
Til sýnis hafa verið 20 þúsund ljósmyndir og hafa gestir aðstoðað við að greina fólk á myndunum og gefa frekari upplýsingar um myndefnið.
Á myndinni með fréttinni greinir Þorsteinn Tryggvi Másson, héraðsskjalavörður Árnesinga, ljósmyndir með Tómasi Jónssyni, ljósmyndara og fv. lögreglumanni. Tómas þekkti marga á myndunum en hann færðiHéraðsskjalasafninu sjálfur að gjöf stórt myndasafn fyrir nokkru síðan.