Mýrdælingar buðu lægst í brú á Brunná

Gamla brúin yfir Brunná var ein af fjölmörgum einbreiðum brúm í Skaftafellssýslunum. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Afl smíði og múr ehf og Bergrún ehf í Vík áttu lægsta tilboðið í smíði nýrrar brúar á Brunná í Skaftárhreppi en tilboð voru opnuð í vikunni.

Sameiginlegt tilboð Afl smíði og múr og Bergrúnar hljóðaði upp á rúmar 131 milljón króna og var 25% yfir verktakakostnaði sem Vegagerðin áætlaði tæplega 104,8 milljónir króna.

Eitt annað tilboð barst í verkið, frá Ístaki hf og var það tæpar 203,4 milljónir króna.

Um er að ræða smíði á 24 m langri eftirspenntri, steyptri bitabrú í einu hafi með steyptum endastöplum. Verkinu á að vera að fullu lokið þann 30. nóvember næstkomandi.

Fyrri greinHeimilt að hefja starfsemi í Efstadal II að nýju
Næsta greinEldur í húsi við Smáratún