T-listi Traustra innviða sigraði í sveitarstjórnar-kosningunum í Mýrdalshreppi og fær þrjá hreppsnefndarfulltrúa af fimm.
Á kjörskrá voru 350 og talin hafa verið 289 atkvæði. Kjörsókn liggur ekki fyrir.
T-listi Traustra innviða fékk 146 atkvæði, 55,7% atkvæða og þrjá fulltrúa.
L-listi framtíðarinnar fékk 116 atkvæði, 44,3% atkvæða og tvo fulltrúa.
Kjörnir fulltrúar:
- Einar Freyr Elínarson, T-lista
- Ragnheiður Högnadóttir, L-lista
- Drífa Bjarnadóttir, T-lista
- Páll Tómasson, L-lista
- Ingi Már Björnsson, T-lista
Næst inn er Þórey Richardt Úlfarsdóttir, L-lista, sem vantaði 31 atkvæði til að fella Inga Má.