Tveir jarðskjálftar 3,3 og 3,2 á Richter urðu í Mýrdalsjökli rétt fyrir kl. 18 í dag. Veðurstofan segir að skjálftavirknin sé svipuð nú og að undanförnu.
Síðastliðinn sólarhring hafa þrjátíu skjálftar mælst í jöklinum, þar af sjö stærri en 2,4.
Að sögn Einars Kjartanssonar, jarðskjálftafræðings hjá Veðurstofu Íslands, hafa menn ekki meiri áhyggjur af þessum jarðhræringum en vanalega.