Nær tíunda hver sunnlensk fjölskylda í vanskilum

Á Suðurlandi er hlutfall fjölskyldna í vanskilum 9,7% og er það eingöngu hærra á Suðurnesjum þar sem 16,5% íbúa er á vanskilaskrá.

Hátt hlutfall á Suðurlandi vekur athygli þar sem atvinnustaðan á Suðurlandi hefur verið nokkuð betri en víða annarsstaðar.

Samkvæmt upplýsingum frá Creditinfo eru ríflega 26 þúsund Íslendingar í alvarlegum vanskilum við lánastofnanir og hafa aldrei verið fleiri.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinFjóla stórbætti sig
Næsta greinSveitarstjórnarmenn mjög ósáttir