Verkfall olíubílstjóra í Eflingu, sem hófst í hádeginu í dag, er þegar farið að bíta en N1 hefur lokað dieselolíudælum sínum á Flúðum og á Brautarhóli í Reykholti.
Þá er lituð dieselolía búin á þjónustustöðvum Olís og í Þorlákshöfn og víðast hvar lítur út fyrir að bensín og diesel muni klárast á næstunni hjá Olís á Suðurlandi.
Verkfall olíubílstjóra mun hafa mikil áhrif á þjónustu bensínstöðvanna á öllu Suðurlandi, allt austur á Kirkjubæjarklaustur. Olíubílstjórar á Selfossi eru ekki í Eflingu og eru því ekki í verkfalli, þannig að ekki verður um algjöra stöðvun á olíudreifingu að ræða á svæðinu.
Uppfært kl. 19:00: Díselolían er búin hjá Olís á Hellu, ÓB á Landvegamótum og Olís í Þorlákshöfn. Lituð díselolía er búin í Þorlákshöfn og hjá ÓB á Eyrarbakka.
Hér er hægt að sjá stöðuna hjá olíufélögunum:
Olís og ÓB
N1
Orkan