Nafn mannsins sem fannst í Gufunesi

Maðurinn sem fannst þungt haldinn í Gufunesi á þriðjudagsmorgun í síðustu viku og lést skömmu síðar á slysadeild hét Hjörleifur Haukur Guðmundsson.

Hjörleifur var 65 ára þegar hann lést, búsettur í Þorlákshöfn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Fyrr í dag lagði lögreglustjórinn á Suðurlandi fram kröfur fyrir Héraðsdómi Suðurlands um framlengingu gæsluvarðhalds yfir tveimur einstaklingum vegna rannsóknar málsins.

Alls sæta sjö aðilar, fjórir karlmenn og þrjár konur, gæsluvarðhaldi vegna málsins sem lýtur að meintri fjárkúgun, frelsissviptingu og manndrápi.

Fyrri greinÁsthildur Lóa segir af sér ráðherraembætti
Næsta greinAndri Már setti fyrstu utanhússmet HSK í ár