Nafnasamkeppni fyrir nýjan leikskóla á Selfossi

Leikskóli í byggingu við Engjaland. Ljósmynd/Árborg

Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Árborgar hefur samþykkt að efna til nafnasamkeppni vegna nýs leikskóla í Engjalandi á Selfossi sem stefnt er að opna á vordögum 2021.

Tillögu að nafni leikskólans skal skilað í tölvupósti á netfangið skolathjonusta@arborg.is með upplýsingum um nafn, heimilisfang og símanúmer sendanda.

Verðlaun eru í boði fyrir þá tillögu sem verður fyrir valinu en nafnasamkeppnin er öllum opin og eru íbúar á öllum aldri hvattir til að taka þátt.

Frestur til að skila inn tillögum er til og með þriðjudeginum 9. júní næstkomandi.

Fyrri greinHamar semur við tvo erlenda leikmenn
Næsta greinSandra Rún ráðin skólastjóri