Íbúar í grennd við Heiðmörk 70 í Hveragerði lögðust gegn því að þjóðháttasmiðjan Embla og Askur fengi að setja upp starfsemi sína þar.
Fyrirtækið sótti í apríl um aðsetur fyrir blandaða starfsemi sem fæli í sér menningar- og ferðaþjónustu, landbúnað og verslun á svæðinu.
Eftir grenndarkynningu bárust athugasemdir frá lóðarhöfum í nágrenninu sem töldu m.a. ljóst að starfsemin væri hugsuð til frambúðar á svæðinu en á skipulagi er gert ráð fyrir íbúðabyggð á lóðinni. Óttuðust nágrannarnir jafnframt að aukin umferð á svæðinu fæli í sér slysahættu og ónæði.
Í kjölfarið ákvað skipulagsnefnd bæjarins að leggja til við bæjarráð að umsókn Asks og Emblu yrði hafnað og varð bæjarráð við því á síðasta fundi sínum.